Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík kaupir Pétur: Stefán líklegast frá út tímabilið
Föstudagur 27. júlí 2007 kl. 15:33

Keflavík kaupir Pétur: Stefán líklegast frá út tímabilið

Bikarmeistarar Keflavíkur í knattspyrnu hafa keypt miðju og sóknarmanninn Pétur Heiðar Kristjánsson frá Þór Akureyri. Þá er einnig líklegt að Stefán Örn Arnarson, sem nýverið kom til baka til Keflavíkur úr láni frá Reyni Sandgerði, verði ekki meira með á tímabilinu sökum meiðsla.

 

Pétur er þegar kominn með leikheimild með Keflavík og tjáði Kristján Guðmundsson Víkurfréttum að hann myndi verða í hópnum á morgun þegar toppslagur FH og Keflavíkur fer fram í Landsbankadeildinni.

 

Stefán Örn meiddist aftan í læri á mánudag og bendir allt til þess að hann leiki ekki meiri knattspyrnu í sumar.

 

 

 

 

 


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024