Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 17. nóvember 1999 kl. 22:55

KEFLAVÍK KÆRIR BRENTON

Leik Keflvíkinga og Grindvíkinga í undanúrslitum Eggjabikarkeppninnar 1999 verður ekki minnst fyrir annað grófan leik og óíþróttamannslega framkomu. Keflvíkingar mættu til leiks staðráðnir í að ganga eins langt og dómarar leiksins leyfðu í varnarleiknum gegn Brenton Birmingham. Einkenndist því leikurinn að pústrum, grófum hindrunum, munnlegum ávirðingum á báða bóga og skítlegum brögðum sem ekki eiga heima í íþróttasölum landsins. Upp úr sauð er liðin voru á leið til búningsherbergja og hafa Keflvíkingar ákveðið að kæra Brenton til aganefndar KKÍ . Er Grindvíkingar voru á leið úr búningsklefa aftur hrækti fullorðinn stuðningsmaður Keflvíkinga í andlit Brentons og var látinn óáreittur af starfsmönnum hússins sem að sjálfsögðu hefðu átt að vísa manninum úr húsi og setja bann á viðsetu hans á leikjum liðsins. Kom mér í opna skjöldu VF hafði samband við Eyjólf Guðlaugsson, formann kkd. Grindavíkur, vegna kæru kkd. Keflavíkur á hendur Grindvíkingnum Brenton Birmingham. „Mér barst kæran í hendur á mánudagskvöldið og kom hún mér í opna skjöldu. Í kærunni, sem undirrituð er af formanni og ritara deildarinnar, er Brenton Birmingham sakaður um að hafa slegið Gunnar Einarsson í andlitið og Elentínus Margeirsson í bakið er þeir voru á leið í búningsherbergi í hálfleik liðanna á laugardaginn. Aganefnd fundaði á þriðjudag og var þar ákveðið að samþykkja varakröfu okkar um frestun málsmeðferðar. Hefur verið ákveðið að taka málið fyrir á morgun fimmtudag. Ég get ekki séð á hvaða forsendum aganefnd getur dæmd í máli þessu og finnst málatilbúnaðurinn Keflvíkingum til minnkunnar.”
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024