Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík Íslandsmeistari í stúlknaflokki
Mánudagur 7. maí 2018 kl. 09:49

Keflavík Íslandsmeistari í stúlknaflokki

Keflavík varð um helgina Íslandsmeistari í stúlknaflokki í körfu eftir sigri á Haukum en úrslitaleikurinn fór fram í DHL höllinni.

Haukastúlkur byrjuðu leikin ákveðnari en þegar leið á leikinn var Keflavík búið að ná tökum á leiknum og staðan 32-40 fyrir Keflavík í hálfleik. Í þriðja leikhluta setti Keflavík í fimmta gír og náði góðri tuttugu stiga forystu, lítil spenna var á lokamínútum leiksins og Keflavík sigraði örugglega 53-74 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í stúlknaflokki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Elsa Albertsdóttir var valin besti leikmaður leiksins, húnskoraði 6 stig, tók 16 fráköst, var með 7 stolna bolta og 3 stoðsendingar. Hér má sjá viðtal við Elsu.