Keflavík Íslandsmeistari í 8. flokk stúlkna
Keflavík varð um síðastliðna helgi Íslandsmeistari í 8. flokk stúlkna í körfu, Keflavík lék úrslitaleikinn gegn Grindavík en leikið var í Mustad höllinni í Grindavík. Haukar og Þór Akureyri léku ásamt Grindavík og Keflavík á lokamótinu.
Úrslitaleikurinn endaði með 34-24 sigri Keflavíkur og urðu Haukar í þriðja sæti.