Keflavík Íslandsmeistari í 7. flokki kvenna
Keflavík var um helgina Íslandsmeistari í 7. flokki kvenna í körfubolta eftir framlengdan úrslitaleik við Grindavík í Röstinni, 23-26. Þjálfari stúlknanna er Jón Guðmundsson.
Leikurinn var rafmagnaður og einkenndist af mikilli spennu en fjölmargir áhorfendur mættu á pallana í Grindavík til að hvetja tvö frábær lið til dáða.
Keflvíkingar eiga þar með Íslandsmeistara í bæði karla-og kvennaflokki í 7. flokki en drengirnir unnu titilinn þarsíðustu helgi.
Við óskum bæði Keflvíkingum og Grindvíkingum til hamingju með frábæran árangur!