Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík Íslandsmeistari eftir sigur í Vesturbænum
Keflavík varð Íslandsmeistari í kvöld eftir góðan sigur í Vesturbænum. VF-Myndir/Pket
Mánudagur 29. apríl 2013 kl. 21:10

Keflavík Íslandsmeistari eftir sigur í Vesturbænum

- Höfðu betur gegn KR í Vesturbænum í kvöld, 70-82

Keflavík er Íslandsmeistari í Domino’s deild kvenna eftir sigur gegn KR í kvöld, 70-82. Keflavík vann þar með úrslitaeinvígið 3-1. Leikurinn var jafn og spennandi lengst af en Keflavík seig fram úr á lokasprettinum og vann frábæran sigur.

Pálína Gunnlaugsdóttir átti frábæran leik fyrir Keflavík en hún skoraði 30 stig og tók einnig 7 fráköst. Jessica Ann Jenkins skoraði svo 22 stig. Bryndís Guðmundsdóttir átti einnig fínan leik og skoraði 13 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánar verður greint frá leiknum síðar hér á vf.is.

KR-Keflavík 70-82 (20-16, 18-18, 15-22, 17-26)

KR: Shannon McCallum 33/11 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11, Helga Einarsdóttir 8/11 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 7/4 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 6, Ína María Einarsdóttir 5.

Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 30/7 fráköst, Jessica Ann Jenkins 22/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 13/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 8/7 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 7/12 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2.