Keflavík Íslandsmeistarar á trampólíni
Um helgina fór fram Íslandsmót í hópfimleikum og stökkfimi. Fimleikadeild Keflavíkur átti þar tvö lið, eitt í stökkfimi og eitt í hópfimleikum.
Annar flokkur keppti í stökkfimi og stóð sig mjög vel. Stelpurnar lentu í þriðja sæti samanlagt og urðu Íslandsmeistarar á trampólíni í stökkfimi
Þriðji flokkur keppti í hópfimleikum og stóð sig einnig mjög vel. Þær lentu í fimmta sæti samanlagt en einnig í öðru sæti á dýnu
Íslandsmótið var hið glæsilegasta og bæði lið voru deildinni til sóma og þátttakendur skemmtu sér konunglega.