Keflavík ÍAV meistari
Keflvíkingar sigruðu FH 2:1í úrslitaleik ÍAV- mótsins sem fram fór í dag í Reykjaneshöllinni. Það var hinn ungi Hörður Sveinson sem skoraði bæði mörk Keflavíkurliðsins.Keflvíkingar fengu 40.000 kr. í verðlaun og eru þeir nú búnir að fá samtals 80.000 kr. í verðlaunafé úr tveimur æfingamótum en áður höfðu þeir unnið Hitaveitumótið. Þessi peningur er því kærkominn fyrir liðið sem á í töluverðum peningavandræðum þessa daganna.