Keflavík-ÍA á Varmárvelli
Nú er það loksins komið á hreint hvar úrslitaleikur 1. deildar kvenna í knattspyrnu muni fara fram. Eins og kunnugt er þá eru það Keflavík og ÍA sem mætast og fer leikurinn fram á Varmárvelli í Mosfellsbæ kl. 15.00 á morgun, laugardaginn 28. ágúst.
Það lið sem sigrar í leiknum leikur í úrvalsdeild að ári liðnu en tapliðið fer í umspil við það lið sem lendir í 7. sæti úrvalsdeildar, sigurliðið úr þeim leik mun svo leika í úrvalsdeild næsta tímabil.
Liðin mættust fyrr í sumar í Visa bikarkeppninni þar sem Skagastúlkur sigruðu 4-1 í Keflavík.
VF-mynd/ úr safni, frá leik liðanna í Visa bikarkeppninni.