Laugardagur 25. september 2004 kl. 23:02
Keflavík í úrslit Nordic Challenge
Íslandsmeistarar Keflavíkur í körfuknattleik karla leika til úrslita gegn finnsku meisturunum Kouvot á Norðurlandamótinu, Nordic Challenge á morgun.
Kouvot vann leik liðanna í riðlakeppninni og hefur unnið alla leiki sína á mótinu.
Leikurinn hefst kl. 13 að íslenskum tíma.