Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík í úrslit í Reykjanesmótinu
Fimmtudagur 2. október 2003 kl. 09:29

Keflavík í úrslit í Reykjanesmótinu

Í kvöld mætast Keflavík og Haukar í úrslitaleik í Reykjanesmótinu, en leikurinn fer fram í íþróttahúsinu í Njarðvík og hefst klukkan 21. Ljóst er að leikurinn verður mjög harður og allt verður lagt í sigur. Guðjón Skúlason annar þjálfara Keflavíkurliðsins segir að þetta verði hörkuleikur. „Haukarnir eru búnir að spila mjög vel, eru ósigraðir og þetta er bara verðugt verkefni fyrir okkur.“ Aðspurður segir Guðjón að nýju leikmennirnir í Keflavíkurliðinu séu að koma til. „Það verður að gefa þeim smá tíma. Þeir verða að fá tækifæri til að komast inn í takt íslenska körfuboltans, bæði hvað varðar leikkerfi og almennt um leik liðsins.“

Leikur Njarðvíkur og Grindavíkur hefst klukkan 19 í kvöld í íþróttahúsinu í Njarðvík þar sem liðin leika um 3. til 4. sæti.

 

VF-ljósmynd/HBB: Frá leik Njarðvíkur og Keflavíkur í Reykjanesmótinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024