Keflavík í úrslit eftir sigur á Njarðvík í bikarnum
Keflavík sigruðu granna sína í Njarðvík í Ljónagryfjunni í gær með þriggja stiga mun 69-72 í Powerade-bikarnum og eru því komnar í úrslitaleikinn. Leikurinn var jafn og spennandi allt til enda en Shayla Fields átti síðasta skot leiksins sem gat komið Njarðvíkingum í framlengingu en það geigaði og Keflavík fagnaði sigri. Bryndís Guðmundsdóttir fór mikinn í liði Keflavíkur með 22 stig, 9 fráköst og 2 stoðsendingar. Hjá Njarðvík var Shayla Fields með 22 stig, 3 fráköst og 7 stoðsendingar.