Byko - 31 ágúst
Byko - 31 ágúst

Íþróttir

Keflavík í undanúrslit Lengjubikarsins
Hann er byrjaður aftur – Joey Gibbs með þrennu fyrir Keflavík (mynd úr leik Keflavíkur og Víkings Ólafsvík 2020).
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 20. mars 2021 kl. 12:19

Keflavík í undanúrslit Lengjubikarsins

Keflvíkingar mættu Víkingi Reykjavík í gærkvöldi í átta liða úrslitum A-deildar Lengjubikars karla. Það þurfti vítaspyrnukeppni til að fá úrslit í leikinn en í henni hafði Keflavík betur eftir  að venjulegum leiktíma lauk með 3:3 jafntefli.

Það voru Víkingar sem byrjuðu leikinn betur en þeir fengu vítaspyrnu á 27. mínútu sem þeir skoruðu úr. Fjórum mínútum síðar tvöfölduðu þeir forystuna og útlitið ekki gott fyrir Keflvíkinga

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Tveimur mörkum undir var komið að samstarfi þeirra Rúnars Þórs Sigurgeirssonar og Joey Gibbs. Þá átti Rúnar góða sendingu af vinstri kanti sem Gibbs tók viðstöðulaust í leikmann Víkings og þaðan í netið. Staðan 2:1 í hálfleik.

Víkingar náðu aftur tveggja marka forystu á 57. mínútu og það var ekki fyrr en tuttugu mínútum síðar að samleikur þeirra Rúnars og Gibbs skilaði Keflvíkingum öðru marki (77'), 3:2.

Skömmu fyrir leikslok gaf Rúnar þriðju stoðsendinguna á Joey Gibbs sem jafnaði leikinn (89') og því var farið í vítaspyrnukeppni.

Bæði lið misnotuðu fyrstu spyrnur sínar í vítaspyrnukeppninni en Keflavík skoraði úr þeim fjórum sem þeir áttu eftir á meðan Víkingar skoruðu aðeins úr þremur.

Víti Keflvíkinga: Rúnar Þór Sigurgeirsson (varið), Davíð Snær Jóhannsson, Frans Elvarsson, Kian Williams og Helgi Þór Jónsson.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25