Keflavík í undanúrslit kvennabikars
Keflavík átti ekki í nokkrum erfiðleikum með að tryggja sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í körfuknattleik, en þær lögðu Skallagrím auðveldlega að velli í kvöld, 35-107. Skallagrímsstúlkur leika í 2. deildinni og eru sem stendur í 7. sæti af 9 liðum.
Í undanúrslitunum hitta Keflavíkurstúlkur fyrir Grindavík og ÍS, en slagurinn um fjórða sætið stendur á milli Keflavík B og Breiðabliks. Þau lið munu mætast á miðvikudagskvöld.
Í undanúrslitunum hitta Keflavíkurstúlkur fyrir Grindavík og ÍS, en slagurinn um fjórða sætið stendur á milli Keflavík B og Breiðabliks. Þau lið munu mætast á miðvikudagskvöld.