Laugardagur 18. mars 2006 kl. 18:10
Keflavík í undanúrslit
Keflavík var fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í undanúrslit Iceland-Expressdeildar karla með sigri á Fjölni í dag, 84-87.
Leikurinn var spennandi og skemmtilegur allt til loka, en reynsla Íslandsmeistaranna var dýrmæt undir lokin.