Keflavík í þriðja sætið á ný
Keflvíkingar endurheimtu þriðja sætið í Landsbankadeildinni í gærkvöldi með 1-3 sigri á KR-ingum í Frostaskjóli. Hörður Sveinsson gerði sitt sjötta mark í þremur leikjum og er sjóðheitur um þessar mundir.
Sænski leikmaðurinn Kenneth Gustafsson lék sinn fyrsta leik fyrir Keflavík í gær en hann átti eftir að reynast þeim vel.
Heimamenn voru þó fyrri til að skora en það gerði Ágúst Þór Gylfason á 22. mínútu leiksins með skoti sem hafði viðkomu í Baldri Sigurðssyni og fór síðan inn. Markið var nokkuð gegn gangi leiksins en hleypti kappi í kinnar KR-inga. Tæpu korteri síðar þurfti Ágúst að yfirgefa leikvöllinn vegna meiðsla og olli það hnökrum í KR liðinu.
Síðustu fimm mínúturnar af fyrri hálfleiknum sóttu Keflvíkingar linnulaust en Kristján Finnbogason sá við þeim í KR markinu.
Staðan því 1-0 í hálfleik.
Keflvíkingar áttu seinni hálfleikinn frá upphafi til enda. Kenneth Gustafsson jafnaði leikinn á 52. mínútu eftir sendingu frá Hólmari Erni Rúnarssyni. KR 1-1 Keflavík.
Aðeins 6 mínútum síðar kom Baldur Sigurðsson Keflvíkingum í 2-1 og þriðja og síðasta mark Keflavíkur gerði Hörður Sveinsson eftir góða sendingu frá Jónasi Guðna Sævarssyni yfir varnarlínu KR. KR 1-3 Keflavík og það urðu lokatölur leiksins.
Keflvíkingar eru því komnir á ný í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan Fylkismönnum sem eiga leik til góða á Keflavík þegar þeir mæta Valsmönnum á miðvikudag að Hlíðarenda.
Guðmundur Steinarsson lék með Keflvíkingum í gær en í síðustu viku var óvíst hvort hann gæti leikið með Keflvíkingum í næstu leikjum vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í leik gegn ÍBV. „Hnéið er fínt, það kom ekkert út úr myndatökunni og bólgan er að mestu leiti farin úr hnénu, nú verð ég bara að fara vel með mig og vera hjá sjúkraþjálfara en bólgan sem kom verður áfram hulin ráðgáta.“ Sagði Guðmundur í samtali við Víkurfréttir í dag.
„Þó KR hafi verið fyrra liðið til að skora mark þá fannst mér það gegn gangi leiksins og eins og svo oft áður þá vantaði hjá okkur herslumuninn við mark KR-inga í fyrri hálfleik. Hlutirnir gengu svo upp hjá okkur í þeim seinni og við unnum góðan 1-3 sigur á KR-ingum,“ sagði Guðmundur. Aðspurður sagði Guðmundur að leikurinn gegn FC Etzella næstkomandi fimmtudag yrði ekki léttur og að það yrði ekkert kæruleysi í gangi í herbúðum Keflvíkinga í þeim leik þrátt fyrir að liði færi með fjögurra marka forskot í leikinn.
Staðan í deildinni
VF-myndir/ Jón Örvar
Sænski leikmaðurinn Kenneth Gustafsson lék sinn fyrsta leik fyrir Keflavík í gær en hann átti eftir að reynast þeim vel.
Heimamenn voru þó fyrri til að skora en það gerði Ágúst Þór Gylfason á 22. mínútu leiksins með skoti sem hafði viðkomu í Baldri Sigurðssyni og fór síðan inn. Markið var nokkuð gegn gangi leiksins en hleypti kappi í kinnar KR-inga. Tæpu korteri síðar þurfti Ágúst að yfirgefa leikvöllinn vegna meiðsla og olli það hnökrum í KR liðinu.
Síðustu fimm mínúturnar af fyrri hálfleiknum sóttu Keflvíkingar linnulaust en Kristján Finnbogason sá við þeim í KR markinu.
Staðan því 1-0 í hálfleik.
Keflvíkingar áttu seinni hálfleikinn frá upphafi til enda. Kenneth Gustafsson jafnaði leikinn á 52. mínútu eftir sendingu frá Hólmari Erni Rúnarssyni. KR 1-1 Keflavík.
Aðeins 6 mínútum síðar kom Baldur Sigurðsson Keflvíkingum í 2-1 og þriðja og síðasta mark Keflavíkur gerði Hörður Sveinsson eftir góða sendingu frá Jónasi Guðna Sævarssyni yfir varnarlínu KR. KR 1-3 Keflavík og það urðu lokatölur leiksins.
Keflvíkingar eru því komnir á ný í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan Fylkismönnum sem eiga leik til góða á Keflavík þegar þeir mæta Valsmönnum á miðvikudag að Hlíðarenda.
Guðmundur Steinarsson lék með Keflvíkingum í gær en í síðustu viku var óvíst hvort hann gæti leikið með Keflvíkingum í næstu leikjum vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í leik gegn ÍBV. „Hnéið er fínt, það kom ekkert út úr myndatökunni og bólgan er að mestu leiti farin úr hnénu, nú verð ég bara að fara vel með mig og vera hjá sjúkraþjálfara en bólgan sem kom verður áfram hulin ráðgáta.“ Sagði Guðmundur í samtali við Víkurfréttir í dag.
„Þó KR hafi verið fyrra liðið til að skora mark þá fannst mér það gegn gangi leiksins og eins og svo oft áður þá vantaði hjá okkur herslumuninn við mark KR-inga í fyrri hálfleik. Hlutirnir gengu svo upp hjá okkur í þeim seinni og við unnum góðan 1-3 sigur á KR-ingum,“ sagði Guðmundur. Aðspurður sagði Guðmundur að leikurinn gegn FC Etzella næstkomandi fimmtudag yrði ekki léttur og að það yrði ekkert kæruleysi í gangi í herbúðum Keflvíkinga í þeim leik þrátt fyrir að liði færi með fjögurra marka forskot í leikinn.
Staðan í deildinni
VF-myndir/ Jón Örvar