Keflavík í svörtu og hvítu í sumar og með nýjan leikmann
Keflvíkingar voru að nýjan leikmann í sínar raðir. Samuel Hernandez frá Spáni er á leið til liðsins en hann er vinstri fótar varnar/miðjumaður. Hann er komin með leikheimild og gæti tekið þátt í fyrsta leik Keflvíkinga um helgina.
Keflvíkingar sýndu búning sumarsins í vikunni. Meistaraflokkur karla spilar í svörtum peysum, hvítum buxum og hvítum sokkum eins og í fyrra. Varabúningurinn verður hins vegar alhvítur. Gulu varabúningarnir eru svo enn til og verður gripið til þeirra ef á þarf að halda.