Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík í samstarf við Lille
Föstudagur 20. maí 2005 kl. 09:48

Keflavík í samstarf við Lille

Knattspyrnudeild Keflavíkur er í viðræðum við franska úrvalsdeildarliðið Lille um mögulegt samstarf liðanna. Enn er ekki ljóst hvert framhaldið verður eða hvað muni felast í samstarfinu, en Rúnar Arnarson, formaður deildarinnar, og Ásmundur Friðriksson, framkvæmdarstjóri, héldu utan í gær í boði franska liðsins. Þeir munu ræða við forráðamenn Lille og fylgjast með síðasta heimaleik liðsins í frönsku deildinni í ár. Lille er sem stendur í 2. sæti deildarinnar og eiga góða möguleika á að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024