Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 2. desember 1999 kl. 16:22

KEFLAVÍK Í JÓLAKÖTTINN?

VF finnst ágætis tími til að gera úttekt á EPSON deildinni í körfuknattleik núna skömmu fyrir jólafríið. Landsliðsverkefnin gáfu liðunum ágætis tækifæritil að endurhlaða batteríin, reka og ráða útlendinga og þjálfara, og setja sér háleit markmið. Tíðrætt hefur verið um frábæra byrjun nýliða Hamars og endurris stórveldisins KR en í huga blm. hafa Keflvíkingar komið mest á óvart. Meistarar síðasta árs eru í sjöunda sæti og sé dagskráin framundan skoðuð þá má sjá að jólakötturinn gæti verið raunveruleg hætta fyrir Sigurð Ingimundarson og lærisveina hans. Fimm umferðir eftir, úti gegn Tindastól, Grindavík og Njarðvík og heima gegn Skaganum og Ísfirðingum. Heimaleikirnir eru jólagjafir KKÍ í ár en stór möguleiki er á að sigrarnir um áramótin verði 6 og tapleikirnir 5. Það vantar alveg svona líkindaveðbanka á TOTO.IS.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024