Keflavík í efstu deild í kvennaknattspyrnu
- Sjáið stemmninguna í meðfylgjandi myndskeiði
Keflavík er á leiðinni í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu eftir glæsilegan 5:0 sigur gegn Hömrunum frá Akureyri á Nettóvellinum í Keflavík í kvöld.
Mairead Clare Fulton skoraði tvö fyrstu mörk Keflavíkur. Sophie Groff og Natasha Moraa Anasi skoruðu eitt mark hvor en eitt marka Keflavíkur var sjálfsmark Hamranna.
Það var mikill fögnuður í leikslok eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði af fésbókarsíðu Víkurfrétta.