Keflavík í 2. sæti á Íslandsmótinu í formum
Íslandsmótið í Taekwondo tækni, eða formum, var haldið um helgina. Mótið var haldið í Ármanni og kepptu þar margir af bestu Taekwondo keppendum landsins í tækni.
Tækni er þegar fyrirfram ákveðin runa af hreyfingum er sýnd og dæmd út frá krafti, liðleika, hraða, nákvæmni og ákveðni. Keflvíkingar urðu í 2. sæti í liðakeppninni en Ármenningar sigruðu annað árið í röð. 3. sætið hreppti Afturelding. Keflvíkingar fengu 5 gull, 9 silfur og 6 brons á mótinu.