Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 14. október 1999 kl. 14:16

KEFLAVÍK HF. ?

Fundur verður haldinn í dag á vegum Knattspyrnudeildar Keflavíkur þar sem ræddur verður sá möguleiki að stofna hlutafélag um reksturinn. Rúnar Arnarsson, formaður deildarinnar sagði að leitað hefði verið til valinkunnra manna m.a. í fjármálaheiminum til að skoða þetta mál af alvöru. Vitað er að í þeim hópi eru menn úr fyrirtækjum og stofnunum sem styrkt hafa knattspyrnuna í Keflavík undanfarin ár. „Það er ljóst að eitthvað þarf að gera því ekki verður gengið lengra í snapi og betli. Þessi fundur er fyrsta skrefið og vonandi finnum við einhverja lausn“, sagði Rúnar formaður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024