Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Keflavík hélt 2. sætinu þrátt fyrir tap
  • Keflavík hélt 2. sætinu þrátt fyrir tap
Laugardagur 15. júlí 2017 kl. 21:24

Keflavík hélt 2. sætinu þrátt fyrir tap

Keflavík tapaði 2:1 fyrir Leikni Reykjavík á Nettóvellinum í dag í Inkasso deildinni. Fyrsta markið leit dagsins ljós á 25. mínútu og var það Ingvar Ásbjörn Ingvarsson sem skoraði það fyrir Leikni. Jeppe Hansen jafnaði fyrir Keflavík á 57. mínútu. En hann hefur verið drjúgur í markaskorun fyrir Keflavík í sumar. Tómas Óli Garðarsson jók muninn aftur fyrir Leikni á 66. mínútu. Mörkin urðu ekki fleiri þannig að lokastaðan var 2:1 fyrir Leikni. Keflavík hélt 2. sætinu þrátt fyrir tapið. Næsti leikur Keflavíkur er laugardaginn 22. júlí á móti Leikni Fjarðarbyggð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024