Keflavík heldur sigurgöngunni áfram
- Jeppe Hansen á skotskónum
Keflavík sigraði HK 3:1 í Inkasso deildinni á Nettóvellinum í kvöld. Það var Jeppe Hansen sem skoraði fyrsta markið fyrir Keflavík á 26. mínútu. Staðan var 1:0 í hálfleik fyrir Keflavík.
Seinni hálfleikur fór rólega af stað en á 52. mínútu var Jeppe Hansen aftur á ferðinni og skoraði sitt annað mark sitt fyrir Keflavík. Reynir Már Sveinsson náði að minnka muninn fyrir HK á 80. mínútu. Sigurbergur Elísson gulltryggði svo sigurinn aðeins tveimur mínútum síðar.
Lokastaðan því 2:1 fyrir Keflavík. Keflavík er í 2. sæti Inkasso deildarinnar, en öll toppliðin unnu sína leiki í kvöld. Næsti leikur Keflavíkur verður á laugardaginn við Leikni Reykjavík, en leikurinn fer fram í Keflavík.