Keflavík heldur í Vesturbæinn í kvöld
Annar leikur Keflavíkur og KR í úrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik fer fram í kvöld kl. 19:15 í DHL-Höllinni í Vesturbænum. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Keflavík en deildarmeistararnir höfðu nauman 82-81 sigur í fyrsta leik liðanna.
TaKesha Watson var valin besti leikmaður fyrsta leiksins en hún fór mikinn í liði Keflavíkur á lokaspretti leiksins. Fyrsti leikurinn var mögnuð skemmtun og því von á mikilli baráttu í Vesturbænum í kvöld.
Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari.
VF-Mynd/ [email protected]– Það var ekkert gefið eftir í fyrsta leik liðanna um síðustu helgi.