Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík heimsækir ÍA í kvöld
Sunnudagur 23. júlí 2006 kl. 10:58

Keflavík heimsækir ÍA í kvöld

Keflvíkingar mæta ÍA á Akranesi í kvöld í 8-liða úrslitum VISA bikarkeppninnar í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 19:15.

 

,,Þetta er spennandi verkefni, kannski er þetta eini bikarinn sem er eftir sem liðin eiga möguleika á,” sagði Kristinn Guðbrandsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, í samtali við Víkurfréttir. ,,Við þurfum að mæta þeim af krafti og loka á lykilmenn hjá þeim eins og Þórð og Bjarna að ógleymdum tvíburunum. Ég á von á hörkuleik og það er jákvætt fyrir okkur að við erum að skora í öllum leikjum,” sagði Kristinn að lokum.

 

Aðrir leikir í 8-liða úrslitum bikarsins eru:

KA-Þróttur Reykjavík - sunnudagur

Valur-Víkingur - sunnudagur

KR-ÍBV - mánudagur

 

VF-mynd/ frá fyrri viðureign liðanna í Landsbankadeildinni í sumar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024