Keflavík hefur tapað sex deildarleikjum í röð
- versta gengi á heimavelli
Keflavík hefur ekki átt verri árangur á heimavelli í sögunni fyrr en núna. Keflavík tapaði í gærkvöldi gegn botnliði Hattar frá Egilsstöðum í Domino´s-deild karla í körfu og hefur tapað sex leikjum í röð í deildarkeppninni. Karfan.is greinir frá þessu.
Keflavík tapaði síðast árið 1986 sex leikjum á heimavelli en það var í gegnum allt tímabilið, árið 1984 féll Keflavík úr efstu deild og tapaði alls sjö heimaleikjum en ekki í röð.
Keflavík er í áttunda sæti Domino´s-deildarinnar og er því enn með sæti í úrslitakeppninni en Þór Þorlákshöfn og Valur fylgja fast á hæla Keflavíkur, það er því ljóst að lokaspretturinn verður æsispennandi fram að úrslitakeppni.