Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík hefur leik í Landsbankadeild kvenna í kvöld
Þriðjudagur 13. maí 2008 kl. 10:55

Keflavík hefur leik í Landsbankadeild kvenna í kvöld

Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu hófst í gær með einum leik þegar Íslandsmeistarar Vals skelltu Þór/KA 5-1. Fyrstu umferðinni lýkur í kvöld og þá munu Keflvíkingar taka á móti KR kl. 19:15 á Sparisjóðsvellinum í Keflavík.
 
Keflavik og KR léku til bikarúrslita í fyrra þar sem KR fór með 3-0 sigur af hólmi svo Keflvíkingar geta komið fram hefndum á heimavelli í kvöld.
 
Aðrir leikir í kvöld eru:
 
HK/Víkingur-Stjarnan
Fjölnir-Fylkir
Afturelding-Breiðablik
 
VF-Mynd/ [email protected]Lilja Íris fyrirliði Keflavíkur verst Hólmfríði Magnúsdóttur leikmanni KR í deildarleik Keflavíkur og KR á síðustu leiktíð.  
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024