Miðvikudagur 7. mars 2007 kl. 11:43
				  
				Keflavík getur tryggt sér 2. sætið
				
				
				
 Einn leikur fer fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar Keflavíkurkonur heimsækja botnlið Hamars í Hveragerði. Leikurinn hefst kl. 19:15 en Keflavík hefur unnið alla sína leiki gegn Hamri í vetur, bæði í deild og bikar.
Einn leikur fer fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar Keflavíkurkonur heimsækja botnlið Hamars í Hveragerði. Leikurinn hefst kl. 19:15 en Keflavík hefur unnið alla sína leiki gegn Hamri í vetur, bæði í deild og bikar. 
 
Með sigri þá geta Keflavíkurkonur tryggt sér annað sætið í deildinni og um leið fella þær Hamar niður í 2. deild. Takist Hamri að ná fram sigri eiga þær enn möguleika á að halda sér uppi í deildinni en þær mæta Breiðablik í síðasta leik. Tapi Hamar í kvöld skiptir síðasti leikurinn þær engu máli.
 
Ef Keflavík leggur Hamar í kvöld munu þær hafa heimavallarréttinn í úrslitakeppninni gegn Grindavík.
 
Staðan í deildinni