Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík getur náð toppsætinu
Fimmtudagur 25. október 2007 kl. 11:07

Keflavík getur náð toppsætinu

Fjórir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld og hefjast þeir allir kl. 19:15. Keflvíkingar fá Þór Akureyri í heimsókn í Sláturhúsið og Grindvíkingar mæta Stjörnunni í Ásgarði í Garðabæ.

 

Keflvíkingar hafa átt flugstart á leiktíðinni með góðum sigrum gegn Grindavík og Snæfellingum í fyrstu tveimur umferðunum en Þórsarar lögðu ÍR í fyrstu umferð en töpuðu svo stórt gegn Njarðvík í annarri umferðinni. Með sigri í kvöld geta Keflvíkingar náð toppsætinu í deildinni þar sem Njarðvíkingar leika ekki fyrr en á morgun.

 

Grindvíkingar steinlágu gegn Keflavík í fyrstu umferð en gyrtu síðan í brók og höfðu magnaðan níu stiga sigur gegn KR í einum skemmtilegasta leik leiktíðarinnar það sem af er.

 

Aðrir leikir kvöldsins eru KR-Snæfell og Hamar-Fjölnir svo það verður nóg um að vera í kvöld og fólk hvatt til þess að fjölmenna í hallirnar og styðja við bakið á sínu liði.

 

Staðan í deildinni

 

VF-Mynd/ [email protected] - B.A. Walker í baráttunni gegn Grindavík í fyrstu umferð deildarinnar.

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024