Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík gegn Keflavík: Nú er það fótboltinn
Sunnudagur 27. apríl 2008 kl. 12:43

Keflavík gegn Keflavík: Nú er það fótboltinn

Knattspyrnulið Keflavíkur og Körfuknattleikslið Keflavíkur mætast í sínu árlega einvígi á þriðjudagskvöld og að þessu sinni er komið að knattspyrnuleik millum liðanna. Leikurinn fer fram kl. 18.50 á þriðjudag í Reykjaneshöll. Síðast áttust liðin við í körfubolta og þá var blásið til styrktarleiks til handa Magnúsi Gunnarssyni fyrirliða körfuboltaliðs Keflavíkur en hann og fjölskylda hans lentu í því óláni að íbúðarhúsnæði þeirra brann. Körfuboltaleikurinn fór 114-114 svo liðin skildu jöfn eftir skemmtilegan leik.
 
Skemmtunin ein er við völd í þessum leikjum en vissulega eru menn að taka á því inn á milli og jafnan gaman að fylgjast með þessum köppum berjast. Nú er svo búið að körfuboltinn fær rúmlega 10 mörk í forskot gegn knattspyrnuliðinu og verður fróðlegt að sjá hvort þeim takist að halda fengnum hlut og jafnvel bæta í og gera fótboltaliðinu erfitt fyrir. Guðmundur Steinarsson fyrirliði knattspyrnuliðs Keflavíkur sagði í samtali við Víkurfréttir að von væri á að bæði lið myndu tefla fram leynivopnum í leiknum og að fólk yrði að mæta til að sjá hvaða brögðum liðin myndu beita að þessu sinni.
 
VF-Mynd/ [email protected]Jón N. Hafsteinsson verður líkast til illviðráðanlegur í skallaboltunum enda höfðinu hærri en allir knattspyrnuleikmenn Keflavíkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024