Keflavík Gatorade-meistarar
Keflvíkingar unnu KR-inga í gær í Gatorade-mótinu í knattspyrnu. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2:2 þannig að grípa varð til vítaspyrnukeppni sem Keflvíkingar unnu 6:5.Keflavíkurliðið var mun sterkara allan leikinn en KR-ingar komust þó í 0:2. Keflvíkingar óðu í færum en það virtist sem boltinn vildi ekki fara inn. Það kom þó að því að tuðran rataða rétta leið og var það Haukur Ingi Guðnason sem minnkaði muninn í 1:2 og svo jafnaði Guðmundur Steinarsson rétt fyrir leikslok. Keflvíkingar höfðu svo betur í vítaspyrnukeppni eins og áður sagði 6:5.