Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík gaf Blikum á baukinn
Keflvíkingar voru gulir og glaðir í kvöld. Myndir: Jón Örvar Arason
Fimmtudagur 5. júlí 2012 kl. 23:23

Keflavík gaf Blikum á baukinn

Óhætt er að segja að leikmenn Breiðabliks hafi fengið á baukinn á heimavelli sínum þegar Keflavík kom í heimsókn í Kópavoginn í kvöld. Þrátt fyrir nokkuð fjörugan fyrri hálfleik þar sem bæði lið fengu ágætis færi tókst hvorugu liðinu að koma boltanum í netið. Staðan í hálfleik því markalaus.


Keflvíkingar mættu til síðari hálfleiks af miklum krafti á meðan lið Blika var eins og hauslaus her. Þegar yfir lauk höfðu gestirnir komið boltanum fjórum sinnum í netið. Fyrst skoraði Sigurbergur Elísson á 49. mínútu eftir góða skyndisókn og þremur mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Jóhann Birni Guðmundsson. Guðmundur Steinarsson bætti svo við þriðja markinu með skoti sem Ingvar Kale hefði þó líklega átt að verja og Magnús Sverrir Þorsteinsson innsiglaði frábæran fjögurra marka sigur í uppbótartíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Breiðablik 0-4 Keflavík
0-1 Sigurbergur Elísson 49.mín.
0-2 Jóhann Birnir Guðmundsson 52.mín.
0-3 Guðmundur Steinarsson 77.mín.
0-4 Magnús Sverrir Þorsteinsson 90.mín.