Keflavík fyrst liða til að skila inn leyfisumsókn
Knattspyrnulið Keflavíkur var fyrst liða til þess að skila inn leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2007 ásamt fylgigögnum.
Sendu Keflvíkingar gögnin á leyfisstjóri fyrir áramót eða þann 28. desember en lokadagur til að skila inn gögnum er 15. janúar nk.
Nokkuð ljóst að mikil spenna og eftirvænting ríkir í herbúðum bikarmeistaranna eftir næstu leiktíð.
www.ksi.is