Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík framlengir við Kristján - Hólmar og Guðjón til liðsins?
Kristján og Gunnar í leik með Keflvíkingum sl. sumar.
Föstudagur 17. október 2014 kl. 20:43

Keflavík framlengir við Kristján - Hólmar og Guðjón til liðsins?

Kristján Guðmundsson mun áfram þjálfa Pepsi-deildarlið Keflavíkur í knattspyrnu Keflavík en gengið hefur verið frá samningi þess efnis. Kristján tók við liðinu árið 2013 og náði liðinu á gott flug til enda tímabils. Í sumars byrjaði liðið af krafti og Keflvíkingar og Kristján voru með vonir um baráttusæti nær toppnum en þegar yfir lauk var liðið heppið að sleppa við fall.

Keflavík hefur mikinn áhuga á að endurheimta tvo fyrrverandi félaga sína, núverandi leikmenn FH, þá Guðjón Árna Antóníusson og Hólmar Örn Rúnarsson en samningar þeirra eru lausir. Þeir hafa leikið með Hafnarfjarðarstórliðinu undanfarin 3-4 ár en voru þar á undan með Keflvíkingum. Samkvæmt heimildum VF hefur þeirri hugmynd verið fleygt fram að Guðjón Árni verði aðstoðarþjálfari Keflavíkur. Gunnar Jónsson var ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins fyrir síðasta tímabil og er með samning út næsta ár.

Guðjón Árni í leik með Keflavík, Hólmar á neðri mynd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024