Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík fór létt með ÍR - Hörður með stórleik
Föstudagur 7. janúar 2011 kl. 12:39

Keflavík fór létt með ÍR - Hörður með stórleik

Keflvíkingar mættu sterkir til leiks á nýju ári og sigruðu ÍR-inga nokkuð örugglega á útivelli í Iceland Express deild karla í gærkvöldi. Lokatölur urðu 88-112 Keflvíkingum í hag og fór leikstjórnandi Keflvíkinga Hörður Axel Vilhjálmsson á kostum í leiknum. Hann gældi við þrefalda tvennu með 27 stig, 12 stoðsendingar og 9 fráköst. Honum verður þá sennilega fyrirgefið að hafa ekki haldið Eiríki Önundarsyni undir 15 stigum eins og hann hafði ætlað sér en Eiríkur var með 20 stig.

Thomas Sanders var næstatkvæðamestur hjá Keflavík en hann setti 24 stig svo var Sigurður Þorsteinsson með 20 stig. Um gott liðsframlag var að ræða hjá Keflvíkingum í gær og litu þeir vel út, ÍR-ingar reyndust ekki mikil fyrirstaða og sigurinn sanngjarn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024