Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík fékk Einherja, Grindavík mætir ÍA
Fimmtudagur 4. júní 2009 kl. 14:38

Keflavík fékk Einherja, Grindavík mætir ÍA

Búið er að draga í 32ja liða úrslitum í Visa-bikar karla. Keflvíkingar fær Einhverja í heimsókn á Sparisjóðsvöllinn í Reykjanesbæ og Grindavíkingar taka á móti Skagamönnum. Víðir úr Garðinum tekur á móti úrvalsdeildarliðinu Þrótti R. og Njarðvík fer í heimsókn á Laugardalsvöllinn og mætir þar liði Fram.

Að lokum mætir Reynis S. KV en ráðgert er að leikið verði 18. eða 19. júní.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Drátturinn í heild - 32-liða úrslit:
Keflavík - Einherji
IFC - FH
Grindavík - ÍA
Haukar - Fjarðabyggð
Hvöt - Breiðablik
Selfoss - Höttur
Þór - Víkingur
Valur - Álftanes
KA - Afturelding
Fylkir - Stjarnan
Víðir - Þróttur
ÍBV - Víkingur R.
Fram - Njarðvík
Reynir - KV
Fjölnir - HK
Grótta - KR

VF-MYND/Hilmar Bragi: Hörður Sveinsson og félagar í Keflavík mæta Einherja í 32ja liða úrslitum.