Keflavík fékk 16 milljónir frá UEFA
Knattspyrnudeild Keflavíkur fékk um 16 milljónir króna fyrir þátttöku sína í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, Champions League. Líkt og áður rann hluti af þeim tekjum sem UEFA hefur af Meistaradeildinni til félaga í aðildarlöndum sambandsins.
Greiðslur UEFA fara annars vegar til þeirra félaga er taka þátt í Meistarakeppni UEFA og Evrópudeildinni (Europa League) og hins vegar til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga í þeim deildum sem hafa innleitt leyfiskerfi og hafa samþykkta uppeldisáætlun.
Alls fengu íslensk félagslið rúmar 180 milljónir króna frá Knattspyrnusambandi Evrópu auk þess sem KSÍ lagði til um 33 milljónir til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga.