Keflavík fagnaði sigri í unglingaflokki kvenna í bikarkeppni KKÍ
Keflavík varð um helgina bikarmeistari í unglingaflokki kvenna í körfuknattleik. Keflavík lagði þar Hauka í úrslitum í Laugardalshölinni 87-57. Margir af leikmönnum í liði Keflavíkur voru einnig í meistaraflokksliðinu sem lék gegn Grindavík í úrslitum í kvennaflokki á laugardaginn. Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 22 stig og Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 15.
Stig Keflavíkur: Lovísa Falsdóttir 3, Elfa Falsdóttir 2, Ingunn Embla Kristínardóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 3, Thelma Dís Ágústsdóttir 4, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 3, Sandra Lind Þrastardóttir 14, Marín Laufey Davíðsdóttir 15, Sara Rún Hinriksdóttir 22, Bríet Sif Hinriksdóttir 15.