Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík fær uppeldisbætur fyrir Hallgrím
Fimmtudagur 30. október 2008 kl. 10:30

Keflavík fær uppeldisbætur fyrir Hallgrím

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hallgrímur Jónasson, varnarmaðurinn sterki úr Keflavík, hefur gert  fimm ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið GAIS. Samningur Hallgríms við Keflavík rann út um miðjan þennan mánuð og var sagt í frétt hjá okkur í gær að GAIS þyrfti því ekki að borga Keflavík fyrir leikmanninn.  Það er ekki rétt því sænska liðið þarf  að greiða uppeldisbætur til Keflavíkur, Þórs og Völsungs, en það eru þau lið sem Hallgrímur hefur leikið með. Það fékkst hins vegar ekki upp gefið hve háar þessar bætur eru sem GAIS þarf að greiða fyrir leikmanninn.