Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík fær Þór í heimsókn í Toyotahöllina í kvöld
Föstudagur 17. október 2008 kl. 12:49

Keflavík fær Þór í heimsókn í Toyotahöllina í kvöld

Íslandsmeistarar Keflavíkur munu mæta Þór frá Akureyri í fyrsta leik sínum í Iceland Express deild karla í kvöld. Um síðustu helgi vann liðið Meistarakeppni KKÍ með góðum sigri á Snæfell. Keflavík og Þór AK. mættust í 8-liða úrslitum í Powerade-bikarnum og þar fóru Keflvíkingar með 100-81, sigur.

Þór Ak. er með góðan leikmannahóp og með þeim leikur Cedric Isom, sem var einn af bestu leikmönnum deildarinnar á síðasta tímabili. Fyrir tímabilið gekk Njarðvíkingurinn Guðmundur Jónsson til liðs við liðið. Það ber því ekki að vanmeta Þór Ak. og er þeim spáð 6. sæti deildarinnar í árlegri spá KKÍ.

Leikið er í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ og hefst leikurinn kl. 19:15.

VF-Mynd/Hilmar Bragi: Keflavík og Þór Ak. eigast við í Toyota-höllinni í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024