Keflavík fær Þór í heimsókn í Toyotahöllina í kvöld
Þór Ak. er með góðan leikmannahóp og með þeim leikur Cedric Isom, sem var einn af bestu leikmönnum deildarinnar á síðasta tímabili. Fyrir tímabilið gekk Njarðvíkingurinn Guðmundur Jónsson til liðs við liðið. Það ber því ekki að vanmeta Þór Ak. og er þeim spáð 6. sæti deildarinnar í árlegri spá KKÍ.
Leikið er í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ og hefst leikurinn kl. 19:15.
VF-Mynd/Hilmar Bragi: Keflavík og Þór Ak. eigast við í Toyota-höllinni í kvöld.