Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík fær nýjan leikmann
Föstudagur 30. júlí 2004 kl. 20:08

Keflavík fær nýjan leikmann

Knattspyrnulið Keflavíkur hefur fengið til liðs við sig dansk/tyrkneskan framherja, Mehmetali Dursun að nafni, og mun hann leika með þeim það sem eftir lifir leiktíðar.

Dursun hefur gert munnlegt samkomulag við Keflavík og kemur til landsins á sunnudag. Marga undrar víst hví Keflvíkingar fái sér framherja þar sem þeir hafa á allnokkrum slíkum að skipa. Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildarinnar bendir þó á að framherjarnir sem fyrir eru hafa ekki beint verið iðnir við að skora þar sem einungis Þórarinn Kristjánsson hefur skorað fleiri en eitt mark.

„Við höfum ekki séð til hans en tölurnar segja að hann hefur verið að skora nokkuð mikið fyrir lið í dönsku 1. deildinni. Við vonum bara að hann haldi því áfram hjá okkur því að okkur hefur ekki verið að ganga vel í markaskoruninni.“

Dursun er 29 ára gamall, 182 cm á hæð og þykir bæði fljótur og teknískur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024