Keflavík fær liðstyrk frá Njarðvík
Þær Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir og Margrét Kara Sturludóttir hafa ákveðið að færa sig yfir í Keflavík úr Njarðvík. Báðar þykja þær vera mjög efnilegar og hafa spilað með yngri landsliðum Íslands. Ingibjörg er 17 ára framherji , 173 cm. á hæð og Margrét er 16 ára framherji, 174 cm. á hæð. Félagsskiptin koma í kjölfar þess að Njarðvík verður ekki með lið í 1. deild kvenna í ár.
Stjórn kkd. Keflavíkur býður þeir velkomnar í frétt á heimasíðu sinni og telja ekki nokkra spurningu að þær eigi eftir að blómstra í liði Íslandsmeistara síðustu þriggja ára.
Af keflavik.is
VF-mynd: Margrét Kara í leik með Njarðvík