Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík fær liðsstyrk í fótboltanum
Indriði Áki lék vel með Val síðasta sumar.
Þriðjudagur 31. mars 2015 kl. 06:00

Keflavík fær liðsstyrk í fótboltanum

Knattspyrnulið Keflavíkur hefur samið við Indriða Áka Þorláksson um að leika með liðinu sem lánsmaður frá FH í sumar.

Indriði, sem er 19 ára sóknarmaður, á að baki 29 leiki með Val í efstu deild og hefur skorað í þeim 9 mörk. Þá hefur hann spilað 2 leiki með yngri landsliðum Íslands. Indriði gekk til liðs við FH eftir síðasta tímabil en hefur komist að samkomulagi um að leika með Keflvíkingum í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljóst er að þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Keflvíkinga sem eru nú í lokaundirbúningi fyrir sumarið.