Keflavík fær Kana
Kvennalið Keflavíkur í körfuboltanum hefur gengið frá samningum við bandarískan leikmann fyrir næsta tímabil.
Stúlkan heitir Reshea Bristol og spilaði með Arizona í háskóladeildinni. Hún er 26 ára, 178 cm á hæð og getur leyst stöðu bakvarðar og framherja.
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari liðsins, segist spenntur fyrir komandi átök. „Ég er mjög ánægður með hópinn sem ég er með og þó að sterkir leikmenn hafi farið frá síðasta ári erum við með mikið af efnilegum stelpum sem hafa nú tækifæri til að blómstra.“
Sverrir bætti því við að lokum að hann sæi fram á mun meiri spennu í deildinni en hefur nokkru sinni verið.