Keflavík fær HK eða Víking
Dregið hefur verið í fyrstu umferðum VISA-bikar karla og kvenna í knattspyrnu. Dregið var í forkeppni og fyrstu tvær umferðirnar körlunum en hjá konum var dregið í forkeppni og fyrstu umferð.
Keflavíkurkonur mæta HK eða Víking í forkeppninni og fer leikurinn fram þann 30. maí næstkomandi. Þá mun sameinað lið Grindavíkur, Víðis og Reynis (GRV) mæta Aftureldingu í forkeppninni.
Engin lið úr efstu tveimur deildum karla eru í tveimur fyrstu umferðunum.