Föstudagur 18. nóvember 2016 kl. 09:46
Keflavík fær Grindavík í heimsókn í kvöld
Keflavík og Grindavík mætast í Dominos deild karla í TM höllinni í kvöld og hefst leikurinn kl 20:00. Grindvíkingar hafa unnið fjóra leiki og tapað tveim í deildarkeppninni það sem af er tímabils og eru með 8 stig en Keflavík hefur unnið þrjá og tapað þremur og er með 6 stig fyrir leikinn.