Miðvikudagur 17. desember 2008 kl. 12:52
Keflavík fær Fjölni í heimsókn
Heil umferð fer fram í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Keflavík tekur á móti Fjölni, Grindavíkurstúlkur sækja Hamar heim í Hveragerði, Haukar fá KR í heimsókn og Snæfell leikur gegn Val í Stykkishólmi. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.