Keflavík er með góðar skyttur - Njarðvík með betri menn inní teig
Nágrannaeinvígið milli Keflvíkinga og Njarðvíkinga í körfunni hefst í kvöld kl. 20:00 í íþróttarhúsinu við Sunnubraut. Við hjá Víkurfréttum fengum Friðrik Inga Rúnarsson landsliðsþjálfara og þjálfara Grindvíkinga til að líta aðeins á bæði lið sem eigast við í úrslitum að þessu sinni og bera þau örlítið saman. Hverjir verða Íslandsmeistarar í körfunni?
„Ég vil helst ekki spá um úrslit heldur eingöngu setja fram svona nokkra punkta til að koma af stað smá umræðu. Ég hef sagt að ef Njarðvík vinni fyrsta leikinn þá verði þeir íslandsmeistarar í
4 - 5 leikjum en ef Keflavík vinnur fyrsta leikinn þá fer þessi sería í 5 leiki og þá er spurning hverjir vinna?“
Hverjir eru styrkir og gallar liðanna?
„Bæði liðin eru mjög góð. Þau eru bæði með góða(n) kana, leikmenn sem geta auðveldlega unnið jafna leiki. Njarðvíkurliðið er mjög vel mannað og eru með toppleikmenn í öllum stöðum. Þeir eru hávaxnari en Keflavíkurliðið í öllum stöðum. Það eru ekki margir veikleikar á Njarðvíkurliðinu, stigaskorið kemur að mestu frá bakvörðunum og Friðrik og Páll ná ekki alltaf að nýta sér
hæðina. Ef þeir hins vegar skila 30 stigum og 20 fráköstum saman þá verða Njarðvíkingarnir erfiðir því það koma alltaf stig frá Brenton, Loga og Teit.
Keflavíkurliðið er sérlega vel mannað í bakvarðastöðunum og það eru fá lið ef nokkur með eins mikið úrval af góðum bakvörðum. Þeir hafa margar fínar þriggjastiga skyttur en spurning er hvernig þeim reiðir af gegn hávaxnara liði Njarðvíkur. Keflavík er með mikið jafnvægi í leik sínum því Damon getur skorað bæði inn í teig og fyrir utan. Hann er einnig góður frákastari og í honum er sameinað allt sem frábær leikmaður þarf að hafa. Keflavík hefur annan frábæran varnarmann og frákastara í Jóni Nordal. Jón er sérlega laginn við að taka fráköst sem og að verja skot þegar sá gállinn er á honum. Keflavík á heimavallaréttinn ef til þess kemur sem er styrkur því þeir tapa ekki mörgum leikjum þar. Helsti veikleiki Keflavíkur gagnvart Njarðvík er skortur á hæð en það
er auðvitað ekki nóg að vera hærri, Njarðvíkingar verða að láta Keflvíkingana finna fyrir þeim skorti“.
Hvaða leikmenn munu verða í sviðsljósinu úrslitakeppninni?
„Það eru svo margir frábærir leikmenn í þessum liðum að það má búast við mörgum í sviðsljósinu. Teitur er bestur við svona aðstæður og það mun mikið mæða á honum, verði hann heill. Logi er frábær leikmaður og gaman að horfa á hann leika. Brenton verður í eldlínunni og svo er spurning hvað Pete Philo gerir. Hann er góður leikmaður þó hann hafi verið pínulítið brokkgengur í leikjum sínum til þessa. Hann hefur þó reynst mikilvægur í lok leikja og hann hefur áður orðið landsmeistari en hann varð danskur meistari fyrir einhverjum árum.Hjá Keflavík mun mikið mæða á Damon Johnson. Kappinn sá er stórkostlegur leikmaður og það er alltaf gaman að horfa á hann leika. Gunnar Einarsson kemur til með að láta til sín taka ásamt Sverri sem hefur verið frábær fyrir liðið í vetur og sérstaklega í úrslitakeppninni. Brýnin Guðjón og Falur hafa heldur ekki sagt sitt síðasta enn..................“
Eru einhverjir leikmenn sem hafa komið á óvart í úrslitakeppninni?
„Sverrir Sverrisson var alger lykilmaður Keflavíkur gegn Grindavík í undanúrslitum og kom kannski einhverjum á óvart. Hjá Njarðvík má kannski nefna Ragnar Ragnarsson til sögunnar en hann hefur oft komið af bekknum og raðað niður þristum“.
Talað er um að Keflvíkingar séu eins manns lið er það rétt?
„Keflvíkingar treysta mjög mikið á Damon og þá sérstaklega á lokaspretti hvers leiks. Hann er bestur í að klára leiki og því eðlilegt að láta manninn gera það. Keflavík hefði samt ekki orðið deildarmeistari ef ekki hefði komið til kasta annarra góðra leikmanna. Í liðinu eru 2-3 landsliðsmenn og nokkrir fyrrverandi landsliðsmenn svo það segir nú eitthvað“.
Finnst þér Njarðvík vera spila eins vel með Pete Philo og búast mátti við?
„Pete Philo er góður leikmaður og er enn þegar þessi orð eru skrifuð að falla inn í liðið. Hann kemur inn í lið sem er vel mannað og lið sem varð meistari sl. ár og búið er að vinna tvo bikara á þessu tímabili svo það er kannski ekkert auðvelt að láta allt ganga upp á stuttum tíma. Hann hefur þó reynst liðinu dýrmætur bæði í fjarveru Brenton og Teits og einnig í lok leikja en hann virðist kunna að vinna“.
Að lokum fengum við Friðrik Inga til að bera saman leikmenn liðanna
Jón N. Hafsteinsson - Friðrik Stefáns: „Ólíkir leikmenn, annar gríðarlega líkamlega sterkur meðan hinn er léttur og lipur. Friðrik skorar sín stig með því að bakka með andstæðing sinn að körfunni meðan Jonni keyrir framhjá sínum manni. Jón er einkar laginn við að finna eyður og hreyfir sig vel án bolta. Hvorugur vill skjóta af færi og er það galli hjá þeim báðum“.
Damon Johnson - Brenton Birmingham: „Stórkostlegir leikmenn, tveir af langbestu erlendu
leikmönnum sem hér hafa leikið. Þeir eru báðir fjölhæfir leikmenn. Damon er líkamlega sterkari sem nýtist vel undir körfunni. Damon hefur verið að bæta skot sitt fyrir utan öll árin sem hann hefur verið hér og fyrir vikið er nánast útilokað að koma í veg fyrir að hann skori sín stig. Damon er góður frákastari og getur leikið fína vörn, er stundum kærulaus í vörninni en kemst oftast upp með það. Brenton er betri skytta að utan og er betri varnarmaður, hann getur einnig farið undir körfuna og skorað með mann á sér þar en er ekki eins góður og Damon í því. Brenton er fínn frákastari þó svo hann taki ekki jafnmikið af þeim og Damon en hafa ber í huga að Brenton er oftast að passa leikmann út á velli á meðan Damon er að passa leikmann sem er meira undir körfunni“.
Magnús Þór Gunnarsson - Logi Gunnarsson: „Báðir fæddir 1981 og þekkja hvorn annan mjög vel. Leikstíll þeirra er ólíkur. Logi er frábær íþróttamaður og hefur gríðarlega tækni. Hann hefur mikinn sprengi og stökkkraft sem hann nýtir sér vel. Logi er orðinn einn af okkar allra bestu leikmönnum. Magnús er ekki sami íþróttamaðurinn en bætir það upp með kænsku og áræðni. Hann er góður skotmaður utan af velli og er laginn að brjótast upp að körfu. Hann les leikinn mjög vel og er fljótur að sjá glufur í vörn andstæðingana“.
Sverrir Sverrisson - Pete Philo: „Leikmenn sem hafa aldrei leikið gegn hvor öðrum. Sverrir er góður varnarmaður og er mjög áræðinn. Hann vill frekar keyra upp að körfunni heldur en að skjóta af færi sem er einn af hans fáu veikleikum. Hann hefur verið að leika mjög stórt hlutverk í Keflavíkurliðinu og hann mun verða notaður mikið í því að stoppa skorara Njarðvíkurliðsins. Pete er dæmigerður leikstjórnandi, hann er einkar laginn við að finna leikmenn í pick´n roll fléttunni og hafa Palli og Frikki fengið að njóta þess. Hann er fínn skotmaður úr kyrrstöðu en er eki góður í því að skjóta beint af drippli. Hann getur „póstað“ upp og gerir mikið af því. Hann á það þó til
að hanga töluvert á boltanum og vill vera sá sem gefur stoðsendinguna“.
Gunnar Einarsson - Páll Kristinsson: „Mjög ólíkir leikmenn. Gunnar er baráttuhundur sem gefur aldrei neitt. Hann er mjög góð 3. stiga skytta. Hann mun þurfa að leika upp fyrir sig í seríunni en það hefur hann gert áður í vetur. Hann gerir það sem þarf til að vinna. Páll er gríðarlega fljótur af 2 metra manni að vera. Hann er fljótur upp völlinn og nær oft að skora auðveldar körfur fyrir vikið. Hann er mjög duglegur leikmaður sem leggur sig alltaf fram.
Páll má skjóta meira að utan og þá með sjálfstrausti því hann hefur ágætis skot“.
Guðjón Skúlason - Teitur Örlygsson: „Þetta eru reynsluboltar, báðir fæddir 1967 og hafa tekið þátt í slagnum lengi. Teitur er fremstur íslenskra leikmanna að klára leiki og hefur hann átt stóran þátt í mörgum titlum Njarðvíkur í gegnum árin. Teitur er snjall leikmaður, góð skytta sem
les leikinn vel. Hann er einnig góður varnarmaður og verður betri frákastari með árunum. Guðjón er „púra“ skotmaður eins og þeir gerast bestir. Hann er með kennslubókardæmi um skot í fórum sínum. Ef hann fær frið þá er örugg karfa. Guðjón er fyrst og fremst sóknarmaður“.
Aðrir leikmenn sem eiga eftir að setja mark sitt á leikina: „Hjá Njarðvík verða það Halldór Karlsson og Ragnar Ragnarsson. Þessir leikmenn hafa komið inn af bekknum gríðarlega sterkir og gert margt gott fyrir liðið. Halldór nú síðast í sigurleik gegn KR. Sævar Garðarsson hefur ekki verið að leika mikið í síðustu leikjum en hann átti fínan leik gegn Keflavík í úrslitaleik Kjörísbikarsins og raðaði niður þristunum.
Hjá Keflavík hafa Falur og Davíð báðir átt sína leiki í úrslitunum, Davíð byrjaði m.a. tvo leiki gegn Grindavík. Falur kann þetta og hann hefur í gegnum tíðina verið Teitur þeirra Keflvíkinga og má þá nefna til sögunnar rimmuna 1999 þar sem hann lék frábærlega og átti stóran þátt í titlinum það árið. Gunnar Stefánsson hefur ekki verið að finna sig í þriggjastiga skotunum í úrslitakeppninni en hann er duglegur og leggur sig alltaf fram. Halldór á framtíðina fyrir sér og hann verður að vera þolinmóður“.
„Ég vil helst ekki spá um úrslit heldur eingöngu setja fram svona nokkra punkta til að koma af stað smá umræðu. Ég hef sagt að ef Njarðvík vinni fyrsta leikinn þá verði þeir íslandsmeistarar í
4 - 5 leikjum en ef Keflavík vinnur fyrsta leikinn þá fer þessi sería í 5 leiki og þá er spurning hverjir vinna?“
Hverjir eru styrkir og gallar liðanna?
„Bæði liðin eru mjög góð. Þau eru bæði með góða(n) kana, leikmenn sem geta auðveldlega unnið jafna leiki. Njarðvíkurliðið er mjög vel mannað og eru með toppleikmenn í öllum stöðum. Þeir eru hávaxnari en Keflavíkurliðið í öllum stöðum. Það eru ekki margir veikleikar á Njarðvíkurliðinu, stigaskorið kemur að mestu frá bakvörðunum og Friðrik og Páll ná ekki alltaf að nýta sér
hæðina. Ef þeir hins vegar skila 30 stigum og 20 fráköstum saman þá verða Njarðvíkingarnir erfiðir því það koma alltaf stig frá Brenton, Loga og Teit.
Keflavíkurliðið er sérlega vel mannað í bakvarðastöðunum og það eru fá lið ef nokkur með eins mikið úrval af góðum bakvörðum. Þeir hafa margar fínar þriggjastiga skyttur en spurning er hvernig þeim reiðir af gegn hávaxnara liði Njarðvíkur. Keflavík er með mikið jafnvægi í leik sínum því Damon getur skorað bæði inn í teig og fyrir utan. Hann er einnig góður frákastari og í honum er sameinað allt sem frábær leikmaður þarf að hafa. Keflavík hefur annan frábæran varnarmann og frákastara í Jóni Nordal. Jón er sérlega laginn við að taka fráköst sem og að verja skot þegar sá gállinn er á honum. Keflavík á heimavallaréttinn ef til þess kemur sem er styrkur því þeir tapa ekki mörgum leikjum þar. Helsti veikleiki Keflavíkur gagnvart Njarðvík er skortur á hæð en það
er auðvitað ekki nóg að vera hærri, Njarðvíkingar verða að láta Keflvíkingana finna fyrir þeim skorti“.
Hvaða leikmenn munu verða í sviðsljósinu úrslitakeppninni?
„Það eru svo margir frábærir leikmenn í þessum liðum að það má búast við mörgum í sviðsljósinu. Teitur er bestur við svona aðstæður og það mun mikið mæða á honum, verði hann heill. Logi er frábær leikmaður og gaman að horfa á hann leika. Brenton verður í eldlínunni og svo er spurning hvað Pete Philo gerir. Hann er góður leikmaður þó hann hafi verið pínulítið brokkgengur í leikjum sínum til þessa. Hann hefur þó reynst mikilvægur í lok leikja og hann hefur áður orðið landsmeistari en hann varð danskur meistari fyrir einhverjum árum.Hjá Keflavík mun mikið mæða á Damon Johnson. Kappinn sá er stórkostlegur leikmaður og það er alltaf gaman að horfa á hann leika. Gunnar Einarsson kemur til með að láta til sín taka ásamt Sverri sem hefur verið frábær fyrir liðið í vetur og sérstaklega í úrslitakeppninni. Brýnin Guðjón og Falur hafa heldur ekki sagt sitt síðasta enn..................“
Eru einhverjir leikmenn sem hafa komið á óvart í úrslitakeppninni?
„Sverrir Sverrisson var alger lykilmaður Keflavíkur gegn Grindavík í undanúrslitum og kom kannski einhverjum á óvart. Hjá Njarðvík má kannski nefna Ragnar Ragnarsson til sögunnar en hann hefur oft komið af bekknum og raðað niður þristum“.
Talað er um að Keflvíkingar séu eins manns lið er það rétt?
„Keflvíkingar treysta mjög mikið á Damon og þá sérstaklega á lokaspretti hvers leiks. Hann er bestur í að klára leiki og því eðlilegt að láta manninn gera það. Keflavík hefði samt ekki orðið deildarmeistari ef ekki hefði komið til kasta annarra góðra leikmanna. Í liðinu eru 2-3 landsliðsmenn og nokkrir fyrrverandi landsliðsmenn svo það segir nú eitthvað“.
Finnst þér Njarðvík vera spila eins vel með Pete Philo og búast mátti við?
„Pete Philo er góður leikmaður og er enn þegar þessi orð eru skrifuð að falla inn í liðið. Hann kemur inn í lið sem er vel mannað og lið sem varð meistari sl. ár og búið er að vinna tvo bikara á þessu tímabili svo það er kannski ekkert auðvelt að láta allt ganga upp á stuttum tíma. Hann hefur þó reynst liðinu dýrmætur bæði í fjarveru Brenton og Teits og einnig í lok leikja en hann virðist kunna að vinna“.
Að lokum fengum við Friðrik Inga til að bera saman leikmenn liðanna
Jón N. Hafsteinsson - Friðrik Stefáns: „Ólíkir leikmenn, annar gríðarlega líkamlega sterkur meðan hinn er léttur og lipur. Friðrik skorar sín stig með því að bakka með andstæðing sinn að körfunni meðan Jonni keyrir framhjá sínum manni. Jón er einkar laginn við að finna eyður og hreyfir sig vel án bolta. Hvorugur vill skjóta af færi og er það galli hjá þeim báðum“.
Damon Johnson - Brenton Birmingham: „Stórkostlegir leikmenn, tveir af langbestu erlendu
leikmönnum sem hér hafa leikið. Þeir eru báðir fjölhæfir leikmenn. Damon er líkamlega sterkari sem nýtist vel undir körfunni. Damon hefur verið að bæta skot sitt fyrir utan öll árin sem hann hefur verið hér og fyrir vikið er nánast útilokað að koma í veg fyrir að hann skori sín stig. Damon er góður frákastari og getur leikið fína vörn, er stundum kærulaus í vörninni en kemst oftast upp með það. Brenton er betri skytta að utan og er betri varnarmaður, hann getur einnig farið undir körfuna og skorað með mann á sér þar en er ekki eins góður og Damon í því. Brenton er fínn frákastari þó svo hann taki ekki jafnmikið af þeim og Damon en hafa ber í huga að Brenton er oftast að passa leikmann út á velli á meðan Damon er að passa leikmann sem er meira undir körfunni“.
Magnús Þór Gunnarsson - Logi Gunnarsson: „Báðir fæddir 1981 og þekkja hvorn annan mjög vel. Leikstíll þeirra er ólíkur. Logi er frábær íþróttamaður og hefur gríðarlega tækni. Hann hefur mikinn sprengi og stökkkraft sem hann nýtir sér vel. Logi er orðinn einn af okkar allra bestu leikmönnum. Magnús er ekki sami íþróttamaðurinn en bætir það upp með kænsku og áræðni. Hann er góður skotmaður utan af velli og er laginn að brjótast upp að körfu. Hann les leikinn mjög vel og er fljótur að sjá glufur í vörn andstæðingana“.
Sverrir Sverrisson - Pete Philo: „Leikmenn sem hafa aldrei leikið gegn hvor öðrum. Sverrir er góður varnarmaður og er mjög áræðinn. Hann vill frekar keyra upp að körfunni heldur en að skjóta af færi sem er einn af hans fáu veikleikum. Hann hefur verið að leika mjög stórt hlutverk í Keflavíkurliðinu og hann mun verða notaður mikið í því að stoppa skorara Njarðvíkurliðsins. Pete er dæmigerður leikstjórnandi, hann er einkar laginn við að finna leikmenn í pick´n roll fléttunni og hafa Palli og Frikki fengið að njóta þess. Hann er fínn skotmaður úr kyrrstöðu en er eki góður í því að skjóta beint af drippli. Hann getur „póstað“ upp og gerir mikið af því. Hann á það þó til
að hanga töluvert á boltanum og vill vera sá sem gefur stoðsendinguna“.
Gunnar Einarsson - Páll Kristinsson: „Mjög ólíkir leikmenn. Gunnar er baráttuhundur sem gefur aldrei neitt. Hann er mjög góð 3. stiga skytta. Hann mun þurfa að leika upp fyrir sig í seríunni en það hefur hann gert áður í vetur. Hann gerir það sem þarf til að vinna. Páll er gríðarlega fljótur af 2 metra manni að vera. Hann er fljótur upp völlinn og nær oft að skora auðveldar körfur fyrir vikið. Hann er mjög duglegur leikmaður sem leggur sig alltaf fram.
Páll má skjóta meira að utan og þá með sjálfstrausti því hann hefur ágætis skot“.
Guðjón Skúlason - Teitur Örlygsson: „Þetta eru reynsluboltar, báðir fæddir 1967 og hafa tekið þátt í slagnum lengi. Teitur er fremstur íslenskra leikmanna að klára leiki og hefur hann átt stóran þátt í mörgum titlum Njarðvíkur í gegnum árin. Teitur er snjall leikmaður, góð skytta sem
les leikinn vel. Hann er einnig góður varnarmaður og verður betri frákastari með árunum. Guðjón er „púra“ skotmaður eins og þeir gerast bestir. Hann er með kennslubókardæmi um skot í fórum sínum. Ef hann fær frið þá er örugg karfa. Guðjón er fyrst og fremst sóknarmaður“.
Aðrir leikmenn sem eiga eftir að setja mark sitt á leikina: „Hjá Njarðvík verða það Halldór Karlsson og Ragnar Ragnarsson. Þessir leikmenn hafa komið inn af bekknum gríðarlega sterkir og gert margt gott fyrir liðið. Halldór nú síðast í sigurleik gegn KR. Sævar Garðarsson hefur ekki verið að leika mikið í síðustu leikjum en hann átti fínan leik gegn Keflavík í úrslitaleik Kjörísbikarsins og raðaði niður þristunum.
Hjá Keflavík hafa Falur og Davíð báðir átt sína leiki í úrslitunum, Davíð byrjaði m.a. tvo leiki gegn Grindavík. Falur kann þetta og hann hefur í gegnum tíðina verið Teitur þeirra Keflvíkinga og má þá nefna til sögunnar rimmuna 1999 þar sem hann lék frábærlega og átti stóran þátt í titlinum það árið. Gunnar Stefánsson hefur ekki verið að finna sig í þriggjastiga skotunum í úrslitakeppninni en hann er duglegur og leggur sig alltaf fram. Halldór á framtíðina fyrir sér og hann verður að vera þolinmóður“.