Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík eldri á grænni grein
Miðvikudagur 20. júní 2007 kl. 12:55

Keflavík eldri á grænni grein

Knattspyrnulið Keflavíkur skipað leikmönnum 30 ára og eldri hafði sinn þriðja sigur í röð á Íslandsmótinu í gærkvöldi er þeir lögðu Stjörnuna 2-1 að Iðavöllum í Reykjanesbæ.

 

Mörk Keflavíkur í leiknum gerðu þeir Zoran Daníel Ljubicic og körfuknattleiksmaðurinn Hjörtur Harðarson. Keflavík hefur nú leikið þrjá leiki í mótinu og haft sigur í þeim öllum og eru því á toppi deildarinnar með 9 stig.

 

Næst verður sannkallaður grannaslagur þegar eldri lið Keflavíkur og Reynis mætast á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði 26. júní og hefst leikurinn kl. 20:00.

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024